Nýttu leitarvélabestun – SEO – náðu athygli á netinu

Leitarvélabestun eða SEO (Search Engine Optimization) er einn af mikilvægustu þáttum markaðssetningar nútíma fyrirtækja. Ástæðan er einföld þú getur verið til staðar með réttu upplýsingarnar um vöru eða þjónustu þegar fólk leitar eftir henni. Leitarvélabestun er ekki eina leiðin til að ná árangri en spurningin er hversu mikilvægt er að vera til staðar á netinu þegar að þér er leitað.

Hver leitar að hverjum? Hefbundnar auglýsingar geta verið áhrifaríkar en ganga í einfaldri mynd út á það að þú leitar að viðskiptavinum í gegnum ólíka miðla. En stóra spurning er hvort þú sért til staðar þegar leitað er að þér eða fyrirtæki eins og þínu?

Sinntu eigin leitarvélabestun eða fáðu aðstoð – ekki bíða

Hér á þessari síðu bendum við á nokkur verkfæri sem auðvelda þér að byrja á eigin leitarvélabestun. Við förum líka í gegnum það sem við hjá Actica getum gert fyrir þitt fyrirtæki til að ná framúrskarandi og markvissum árangri á leitarvélum.

Hvort sem þú ákveður að sinna leitarvélabestun upp á eigin spýtur eða fá aðstoð okkar. Ekki bíða, byrjaðu strax að vinna markvisst að leitarvélabestun!

HAFA SAMBAND

Frítt stöðumat – mikilvægt að þekkja þína stöðu á Google

Viltu vita hvar þú ertu í röðinni á Google með þín leitarorð? 

Ef þú ert ekki þegar með heimasíðu þá getum við aðstoðað þig við að setja hana upp en flest fyrirtæki eru þegar með heimasíðu. En mikil meirihluti fyrirtækja er ennþá að fara á mis við þá miklu umferð sem er á leitarvélum. Með því að nýta framúrskarandi greiningarhugbúnað og prófanir á heimasíðum getum við fengið dýrmætt stöðumat á þinni síðu. Við svörum hvar þú stendur með leitarorðin þín á Google.

Með greinargóðu stöðumati er mun auðveldara að ákveða næstu skref með markvissum hætti.

JÁ TAKK – ÉG VIL FRÍTT STÖÐUMAT

Internetnotkun á eftir að aukast

Around 40% of the world population has an internet connection today (view all on a page ). In 1995, it was less than 1%.
The number of internet users has increased tenfold from 1999 to 2013.
The first billion was reached in 2005. The second billion in 2010. The third billionin 2014.
The chart and table below show the number of global internet users per year since 1993:

Source: Internet live stats

Hvað er leitarvélabestun – What is SEO?

Leitarvélabestun SEO (Search Engine Optimization) má skipta í tvo megin þætti. Annars vegar tæknileg atriði og svo atriði sem snúa að efninu sjálfu.

Tæknileg uppsetning á heimasíðu snúa að því að heimasíða sé sett upp með réttum aðferðum og eigi samskipti við leitarvélar með réttum hætti. Brotnir hlekkir, lítill hraði og uppbygging vefsíðu verður að vera í lagi. Heimasíða getur litið vel út en átt litla sem enga möguleika á að skila árangri í gegnum leitarvélar. Google vill ekki senda fólk á síður sem virka illa og eru hægar og því síður að fólk upplifi villur.

Efni á heimasíðu verður að byggja upp með markvissum hætti. Annars vegar að setja efnið fram út frá kröfum og leiðbeiningum leitarvéla og ekki síður fyrir fólkið sem á að lesa efnið og bregðast við því. Upplifun fólks á efninu er mjög mikilvæg því dvalartími er einn af sterkustu þáttum þess að ná ofarlega í leitarniðurstöðum. Í stuttu máli efnið þarf að vera skrifað og sett fram í samræmi við kröfur leitarvéla og lesenda. Sú áskorun er það sem gerir þessa vinnu svo spennandi og skemmtilega.

Viðeigandi efni út frá leitarorðum sem er sett fram með skipulögðum hætti og uppfyllir tæknileg skilyrði leitarvéla er það sem við verðum að gera.

Mikilvægt að velja sterkustu leitarorðin

Að velja réttu leitarorðin er grunndvallaratriði í leitarvélabestun. Það er til lítils að leitarvélabesta orð og orðasambönd sem enginn leitar eftir. Við hjá Actica leggjum mikla áherslu á að finna sterkustu leitarorðin fyrir hvert fyrirtæki. Við nýtum rannsóknir, greiningarhugbúnað og gagnagrunna sem geyma upplýsingar um notkun leitarorða og orðasambanda. Þetta köllum við leitarorðagreiningu.

Að loknum rannsóknum eða leitarorðagreiningu liggur fyrir listi með leitarorðum og orðasamböndum sem hafa dýrmæta notkun á leitarvélum bak við sig og tengjast þinni starfsemi. Leitarorðin eru bæði stök orð og orðasambönd, stundum nefnt short tail og long tail search phrases eða keywords.

Að vera í fremstu röð í leitarniðurstöðum er lykilatriði

Til að sækja viðskipti í gegnum leitarvélar er nauðsynlegt að vera í fremstu röð í  leitarniðurstöðum. Við viljum ná efstu sætunum en að lágmarki að vera á fyrstu síðu í leitarniðurstöðum eða SERP (Search engine result page). Að vera á annarri síðu í leitarniðurstöðum gefur þér einhverja en litla möguleika á umferð en ef þú ert á þriðju síðu sæti 31 eða aftar þá má segja að þú sért ekki með! Veist þú í hvaða sæti þín leitarorð eru á Google?

Hraði á vefsíðu skiptir verulegu máli

Þolinmæði notenda er engin – síðurnar verða að hlaðast fjótt upp! Því dvalartími á síðum er einn mikilvægasti þátturinn í því að ná ofarlega á leitarvélum.

Eins og við höfum komið inn á þá er hluti af leitarvélabestun að tæknileg atriði verða að vera í lagi. Nú á tímum þegar notkun farsíma er stöðugt að aukast þá eru kröfur um aukin hraða sífellt meiri. Þó að síða birtist fallega í farsíma þá þýðir það ekki endilega að hún sé að standast kröfur um gæði fyrir farsíma.

Það er hægt að fara misjafnar leiðir til að ná auknum hraða en AMP síður eða (Accelerated Mobile Pages) er leið sem sífellt fleiri fara og Google hefur verið að færa slíkar síður ofar í leitarniðurstöðum. Í stuttu máli gengur AMP út á að einfalda allt varðandi síðuna og gera hana eins hraðvirka og mögulegt hægt er. Vefur getur haldið upprunalegu útliti sínu en gerðar eru AMP útgáfur af hverri síðu. Það sem flestir gagnrýna varðandi AMP er að ákveðnum hlutum í útliti er fórnað á kostnað hraða.

Það er ekki nægjanlegt að vera með „Mobile friendly“ síður sem birtast fallega í farsímum og snjalltækjum. Hraðinn þarf að vera góður. Með Google Mobile Website Testing Tool  getur þú kannað hraðann á þinni farsímasíðu.

Við búum vel á Íslandi varðandi nethraða en í mörgum löndum býr fólk við 3G netsamband. Ef þú ert að sækja netumferð á erlendum mörkuðum þá er hraði á síðum mun mikilvægari en hér á innanlandsmarkaði.

Fyrir þá sem vilja skygnast betur bak við það sem Google hefur að segja um hraða á Mobile síðum þá er hér hlekkur á áhugaverða grein hjá Think with Google.

Tími fyrir leitarvélabestun er núna!

Ef þitt fyrirtæki hefur ekki byrjað vinnu við leitarvélabestun þá er tíminn núna! Eftir því sem tíminn líður því erfiðara getur það reynst að komast á toppinn. Það er erfiðara að ýta samkeppnisaðilum til hliðar sem hafa vandað til verka og eru komnir á toppinn.

Vefíður sem birtast í fyrstu sætum í leitarniðurstöðum á Google fá margfalt meiri umferð en þeir sem eru neðar. Fyrsta síða fær umtalsvert meira en síða tvö og síða þrjú og neðar fær sáralitla sem enga umferð. Á meðan notkun leitarvéla er svona mikil og fer vaxandi þá verður stöðugt mikilvægara að sækja sér stöðu. Þau verðmæti sem netið hefur skapað fyrirtækjum sem í fremstu röð hefur orðið til þess að fyrirtæki eru stöðugt tilbúin að borga meira til að ná og halda þessum stöðum.  Ekki bíða, hafðu samband núna!

Google gefur dýrmætar upplýsingar

Google hefur gjörbreytt hegðun á internetinu á stuttum tíma og er ráðandi afl á netinu. Það er því afar mikilvægt að byggja upp þekkingu á hvernig Google leitarvélin hagar sér. Google vill halda áfram að byggja upp sterkustu leitarvél í heimi sem skilar notendum bestu mögulega leitarniðurstöðum á hverjum tíma. Google vill okkar aðstoð og gefur okkur bæði leiðbeiningar og aðgang að verkfærum og hugbúnaði sem getur auðveldað okkur að ná árangri á leitarvélum.

Listi yfir nokkur öflug Google verkfæri sem þú hefur frían aðgang að ásamt umfjöllun neðar á síðunni:

Google Analytics – mælingar á árangri

fylgstu með hvað virkar og hvað virkar ekki 

Það getur verið erfitt að átt sig á árangri á leitarvélum. En með Google Analytics getum við fengið dýrmætar upplýsingar um hvaða markaðsaðgerðir virka og hverjar ekki. Við mælum eindregið með að allir sem ekki þegar hafa sett upp Google Analytics geri það hið fyrsta. Ef þig vantar aðstoð þá getur þú leitað til okkar hjá Actica.

Google AdWords – keypt leitarorð

Í gegnum Google Adwords er bæði hægt að kaupa auglýsingar í leitarniðurstöðum Search Campaign og auglýsingaborða á Google Display Network. Keypt leitarorð geta skilað að mjög góðum árangri fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir.

Baraáttan um stöðu leitarorða er mjög hörð. Það getur verið sterkur leikur að kaupa leitarorð, keywords í gegnum Google AdWords. Uppsetning á Snippet sem birtist á SERP eða textinn frá hverju fyrirtæki sem birtist á síðum með leitarniðurstöðum verður að vera góð. Snippet verður að höfða bæði til lesenda og fá þá til að smella og eins að vera vanda þannig að Google skilji samhengi við það sem þú ert að auglýsa að öðrum kosti gætir þú þurft að borga margfalt á við samkeppnisaðila.

Google Display Network GDN auglýsingar

Áhrifarík leið til að ná árangri með hagkvæmum hætti.

Google er með auglýsingapláss á mörgum vefsíðum í gegnum Google Adsens auglýsingakerfið og þú hefur aðgang að því að birta auglýsingar á þessum stöðum á þá aðila sem hafa sýnt áhuga á ákveðnum hlutum eða búa á á ákveðnum svæðum eða eru á ákveðnum aldri eða af ákveðnu kyni. GDN auglýsingar geta verið mjög áhrifaríkar en enn og aftur snýst árangur um gæði og að birtingar séu hugsaðar alla leið. Hvaða viðbrögð viljum við kalla fram og þegar fólk smellir á borða hvað tekur við.

Auglýsingar á Google Display Network geta verið mjög árangursríkar ef þeim er beitt með réttum hætti. Google býður margvíslega möguleika til að hitta beint á markhópinn og hagkvæmar leiðir til að endurbirta á hóp sem við höfum náð snertingu við áður. Vel valin leitarorð og vel sett upp GDN herferð getur skilað mjög miklum árangri með frekar litlum tilkostnaði.

Google PageSpeed Insights – hraðinn á síðunni

það er engin þolinmæði á netnu hvorki hjá notendum né leitarvélum

Af þeirri einföldu ástæðu að notendur hafa litla sem enga þolinmæði þá vill Google ekki vísa á síður sem eru hægar. Það er ekki nægjanlegt að hafa mjög góðar upplýsingar ef þú uppfyllir ekki viðmið í hraða þá vísar Google frekar á aðrar síður. Prófaðu hraðann á þinni síðu í dag með PageSpeed Insights.

Google Mobile Website Speed testing tool – fleiri hraða prófanir nú fókusaðar út frá mobile á 3G neti

Hraði á síðum fyrir farsíma og snjalltæki er mjög mikilvægur sérstaklega ef þú ert að sækja á erlenda markaði þar sem nethraði er eins mikill og hér á Íslandi.

Prófaðu hraðann á þinni síðu út frá upplifun á 3G neti.

GOOGLE Webmaster Tools

Nýttu þér dýrmætar upplýsingar um hvernig leitarvélar sjá síðuna þína

Í gegnum Google Webmaster tools er hægt að nálgast mikið af dýrmætum upplýsingum um hvernig Google horfir á heimasíðu. En gættu að því að þetta er ekki tæmandi listi og á mörkuðum þar sem samkeppnin er mjög hörð þá þarftu öflugri verkfæri til að vinna með. Ef þig vantar frekari aðstoð þá erum við hjá Actica til taks með öflugri verkfæri.

GOOGLE Trends

Sjáðu hvernig leitorð og leitarstrengir eru að þróast á mismunandi stöðum í heiminum með Google Trends. Sjáðu hvar í heiminum áhuginn liggur og targetaðu auglýsingar á svæði sem sýna því sem þú hefur að bjóða áhuga. Þetta er verkfæri sem getur gefið þér góða innsýn inn í þinn markað og mismunandi markaðssvæði ásamt svo mörgu öðru.

HAFA SAMBAND