INTERNETIÐ er uppspretta viðskipta

Internetráðgjöf gerir þér kleift að finna þá uppsprettu viðskipta sem internetið er. Netið er fullt af tækifærum en verður að sækja. Að setja heimasíðu í loftið og bíða svo eftir að viðskiptavinir detti inn á síðun skilar engu. Netið hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og leiðir til að ná til neytenda sífellt flóknari en á sama tíma skemmtilegri.

Það er flestum ljóst ef fyrirtæki ætla að ná árangri á markaði þá þurfa þau að nýta internetið með markvissum hætti. Það dugar skammt að ráðstafa litlum hluta af markaðsfé í að byggja upp markaðssókn á netinu ef fyritæki ætla að vera með þá þurfa þau að nálgast netið af alvöru. Fyrirtæki þurfa að ráða til sín hæfileikaríkt fólk með þekkingu og reynslu eða leita til ráðgjafafyrirtækja eins og Actica sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu fyrirtækja.

heimasíður sem grunnur að árangursríkri markaðssetningu

Það er okkar trú og reynsla að góðar heimasíður sé grunnur að árangursríkri markaðssetningu. Setja verður skýr markmið í upphafi um hvað fyrirtæki vilja fá út úr heimasíðunni og hverjum hún á að þjóna. Sum fyrirtæki þjónusta mjög ólíka markhópa og mikilvægt að aðgreina þjónustu við þá með skýrum hætti. Við sjáum of mörg dæmi um samsuðu á upplýsingum sem eiga að þjóna neytendum og endursöluaðilum en slíkt er ekki vænlegt til árangurs. Hversu auðvelt gerum við viðskiptavinum að nálgast vörur og þjónustu sem við erum að bjóða? Það er erfitt að svara þessu nema setja sig í spor viðskiptavina og best af öllu að eiga samtal við þá til að draga fram þeirra þarfir. Við hjá Actica byrjum yfirleitt á að draga upp framtíðarsýn með okkar fyrirtækjum og vinnum svo markvisst að byggja upp þá framtíðarsýn. En munum að þessi heimur breytist hratt. Það er t.d. ekki langt síðan að Google ákvað að refsa heimasíðum sem ekki voru snjallsíma vænar með því að birta þær síður í leitarniðurstöðum. Í sumum tilfellum var ekki um að ræða mjög gamlar heimasíður og en í dag eru mörg fyrirtæki ekki búin að bregðast við þessum breytingum. Og þær munu halda áfram. Það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að fylgjast með eða láta vakta heimasíður sínar líkt og Actica gerir fyrir viðskiptavini.

HAFÐU SAMBAND

ÞAÐ ER EKKI NÓG
AÐ SETJA UPP HEIMASÍÐU

Heimasíða sem enginn heimsækir gerir ekkert – Actica sækir umferð á heimasíður

Flest fyrirtæki eru þegar með heimasíður, en færri fyrirtæki eru ánægð með árangurinn þeirra. Ástæður geta verið margar en oftast má rekja það til skorts á umferð inn á síðurnar. Heimasíða sem engin heimsækir gerir ekkert gagn. Það þarf að sækja umferð inn á heimasíður með markvissum hætti. Við hjá Actica sækjum traffík á heimasíður viðskiptavina okkar með markvissum hætti. Það eru fjórar megin leiðir til að sækja traffík inn á heimasíður og oftast er hæfileg blanda af þessum fjórum leiðum lykillinn að betri árangri. Vægi hverrar leiðar er misjafnt milli fyrirtæki en þær eru:

  • organic leiðin – þar sem vefslóðin er slegin beint inn – þekkt vörumerki
  • leitarvélaleiðin – leitarorð í gegnum leitarvélar
  • auglýsingaleiðin – smellir í gegnum auglýsingaborða
  • dreifingaleiðin – efnismarkaðssetning í gegnum samfélagsmiðla eða tölvupóst.

NÁÐU ÁRANGRI Á
INTERNETINU

Actica leggur metnað sinn í að ná framúrskarandi árangri á internetinu. Við veitum heildarlausn í internetmarkaðssetningu.

GERÐU HEIMASÍÐUNA AÐ
STERKUM SÖLUMANNI

Stilltu vörum og þjónustu fram í stærsta sýningarglugga í heimi

Internetverslun er að vaxa mikið á Íslandi en „Window shopping“ er að vaxa gríðarlega. Fólk nýtir sér upplýsingar á netinu í mun meira mæli við ákvörðun á kaupum. Fyrst eru hlutirnir skoðaðir á netinu og svo keyrt á tvo til þrjá staði ef kaupin eru ekki kláruð á netinu. Það er því mjög mikilvægt að setja upplýsingar um vörur og þjónustu í umbúðir sem eru söluhvetjandi.

Góður texti, góð framsetning, fallegar myndir og nauðsynlegar upplýsingar sem miðaðar eru út frá spurningum kaupenda en ekki það sem við höldum að hann viljið vita auka líkur á sölu eða heimsókn í fyrirtæki til að bera vöruna augum og koma við áður en gengið er frá kaupum. Með skipulögðum aðferðum gerir Actica heimasíðuna að öflugum meðlimi í söluteyminu.

Þú verður að finnast á internetinu

Notkun leitarvéla og samskiptamiðla er gríðarlega mikil í dag. Ef fólk finnur þig ekki á leitarvélum þá er líkurnar á viðskiptum hverfandi nema að fólk detti inn um dyrnar af því það átti leið hjá. Samfélagsmiðlar hafa opnað nýjar áhrifaríkar og skemmtilegar leiðir til að koma skilaboðum frá fyrirtækjum á framfæri við fólk og ekki bara almenning því þú getur sérsniðið efnið þitt að fyrirfram ákveðnum markhóp eftir áhugasviði, störfum, aldri, búsetu o.s.frv.

Mælingar á árangri

Internetið breytist hratt og aðferðir í einu fyrirtæki þurfa ekki að skila sama árangri í öðru. Það er mikilvægt að mæla allar markaðsaðgerðir á netinu og með réttu græjunum þá er það áhrifaríkt og auðvelt. Actica setur upp mælingar á öllum lykilþáttum í markaðssetningu á internetinu.

þú verður að finnast á internetinu

Notkun leitarvéla og samskiptamiðla er gríðarlega mikil í dag. Ef fólk finnur þig ekki á leitarvélum þá er líkurnar á viðskiptum hverfandi nema að fólk detti inn um dyrnar af því það átti leið hjá. Samfélagsmiðlar hafa opnað nýjar áhrifaríkar og skemmtilegar leiðir til að koma skilaboðum frá fyrirtækjum á framfæri við fólk og ekki bara almenning því þú getur sérsniðið efnið þitt að fyrirfram ákveðnum markhóp eftir áhugasviði, störfum, aldri, búsetu o.s.frv.

Samfélagmiðlun og heimasíður

Það er sama með samfélagsmiðlun og heimasíður, Fyrirtæki þurfa að marka stefnu og ákveða tilgang með samfélagsmiðlun. Samfélagsmiðlun getur verið mjög sterkur vettvangur fyrir fyrirtæki til að ná athygli og samskiptum við viðskiptavini. Það er þó mikilvægt að berjast ekki á of mörgum vígstöðvum og velja samfélagsmiðla vel út frá skilgreindum markmiðum. Samfélagsmiðlun er skuldbinding og þarnast ástríðu og festu. Við þurfum að skapa efni sem fólk hefur áhuga á að lesa og deila jafnvel með vinum. Við gerum það með skemmtilegum sögum, sögum sem hafa tilgang. Actica aðstoðar eða sér um samfélagsmiðlun fyrir viðskiptavini.

“It’s much easier to double your business by doubling your conversion rate than by doubling your traffic.”
Jeff Eisenberg
“There is no black magic to successfully attracting customers via the Web.”
Rand Fishkin