LEITARORÐAGREINING

Það skiptir öllu máli að vera með réttu leitarorðin leitarvélabestuð. Það er ekki til neins að vera í efstu sætum á Google með leitarorð sem enginn notar. Actica nýtir Google verkfæri ásamt sérhæfðum forritum við markvissa greiningarvinnu á leitarorðum og orðasamböndum.

Actica finnur sterkustu orðin og orðasamböndin á leitarvélum fyrir hvern markað. Actica setur þessi orð frá á heimasíðum viðskiptavina með þeim hætti að þau nái athygli leitarvéla. Líkt og nokkrir vatnsdropar hafa ekki mikið aðdráttarafl þá geta þeir fengið mikla athygli ef þeir eru settir fram í gegnum gosbrunn með lýsingu.

FÁÐU RÉTTU LEITARORÐIN

HVERNIG ERU
LEITARORÐ VALIN

Við veljum sterkustu leitarorðin og vinnum þau inn á heimasíðuna þína.

ÞEGAR SAMKEPPNIN ER HÖRÐ

Keppnin um að vera ofarlega á leitarvélum er gríðarlega hörð á mörgum mörkuðum og mjög kostnaðarsamt að komast efst með sterkustu orðin. 

Líkt og tré í skógi sem keppast við að komast hærra til að ná í sólarljósið þá þarf að berjast fyrir því að komast ofarlega á leitarvélar. Á Ísland getur þetta verið frekar auðvelt en á stærri mörkuðum eins og samkeppni um að fá ferðamenn til Íslands þá er samkeppnin gríðarlega hörð og kostnaðarsöm.

Fyrir minni fyrirtæki sem eru að byrja sókn á leitarvélar getur verið sterkur leikur að finna leitarorð sem eru ekki þau sterkustu en eru þó með talsverða umferð og mun auðveldara að komast ofarlega með þau orð en þau allra sterkustu.

HVAÐ ER LEITARORÐIÐ
NOTAÐ OFT

Við finnum hversu oft hvert leitarorð eða orðasamband hefur verið notað undanfarna mánuði og spáum út frá því framtíðarnotkun og veljum leitarorðin eftir því.