VIÐSKIPTASTJÓRNUN

Það er mikilvægt að rækta viðskiptasambönd með skipulögðum hætti. Á sama tíma og það er mikilvægt að sækja nýja viðskiptavini þá liggja mikil verðmæti í því að sinna núverandi viðskiptavinum vel og með markvissum hætti.

 

Dýrmætar upplýsingar um viðskiptavini

Það liggja gríðarleg verðmæti í góðum upplýsingum um viðskiptavini. Við viljum halda utan um hvaða fyrirtæki eru í viðskiptum hjá okkur og hvaða fyrirtæki við viljum sækja í viðskipti til okkar. En við þurfum meira, við þurfum að vita við hvaða fólk þarf að tala og þær upplýsingar eru gríðarlega dýrmætar. Þessum dýrmætu upplýsingum er mikilvæggt að safna saman.

 

Viltu taka áhættu með upplýsingar um viðskiptavini?

Ef upplýsingar um tengiliði eru dreifðar innan fyrirtækis t.d. milli sölumanna en ekki í miðlægu kerfi þá erum við að taka gríðarlega áhættu með dýrmætar upplýsingar. Dreifðar upplýsingar eru líkt og vatnsdropar á víð og dreif en þannig gera þeir lítið fyrir okkur en um leið og við söfnum þeim saman eins og vatni í vatnsglas þá erum við með mikil verðmæti.

 

Markviss samskipti við viðskiptavini

Actica vinnur með fyrirtækjum að rækta viðskiptasambönd með markvissum hætti. Yfirleitt gerum við það með aðstoð CRM kerfa. Actica aðstoðar fyrirtæki við val á CRM kerfum og annast innleiðingu á þeim. Að kaupa CRM kerfi er í sjálfu sér engin lausn, það að vinna markvisst með upplýsingar og breyta þeim í viðskiptatækifæri er lausn. Það gerum við hjá Actica.

HAFÐU SAMBAND

Fullkomin yfirsýn yfir sölustarfið

Ef við erum ekki í sambandi okkar viðskiptavini þá er mjög líklegt að einhver annar gerið það og nái viðskiptunum.

Þegar búið er að safna saman dýrmætum upplýsingum um fyrirtæki og tengiliði innan þeirra þá er komið að því að breyta þessum upplýsingum í sölutækifæri.

Við flokkum niður viðskiptavini og ákveðum hvernig eigi að haga samskiptum við þá. Ábyrgð á samskiptum er úthlutað til ákveðinna aðila, oftast til sölumanna. Sölumenn bera ábyrgð á að eiga markviss samskipti við þau fyrirtæki sem þeir bera ábyrgð á og skrá niður samskiptin.

Öll skráning þarf að vera mjög einföld og helst sjálfvirk. Við setjum mælanleg markmið með magntekin og tímasett fyrir hvern og einn og teymið í heild. Stjórnendur geta fylgst með afköstum og árangri einstakra sölumanna og söluteyma sem heild.

Við tryggjum að samskipti við mikilvæga viðskiptavini gleymist ekki eða sitja á hakanum. Stjórnendur geta greint styrkleika og veikleika á milli sölumanna og byggt upp aukin styrk þar sem á þarf að halda.

AÐ VELJA
CRM kerfi

Þarfir fyrirtækja eru mismunandi og við aðstoðum að velja CRM kerfi sem hentar þörfum hvers og eins.

„Get closer then ever to your customers. So close that you tell them what they need well before they realize it themselfes“
Steve Jobs, Apple
„There is not more B2C or B2B it’s H2H
Human to Human“
Unknown
„Always give people more than what they expect to get“
Nelson Boswell