GÓÐ VEFSÍÐA ER NAUÐSYNLEG FYRIR ÖFLUGA MARKAÐSSÓKN

Við hjá Actica höfum þá trú og reynslu að góð vefsíða er nauðsynleg fyrir öfluga nútíma markaðssetningu. Góð vefsíða byggir á skýrum markmiðum og skýrum línum fyrir hverja hún er ætluð. Viðskiptavinir fyrirtækja geta verið bæði einstaklingar og fyrirtæki. Þarfir þessara hópa eru oft ólíkar og nauðsynlegt að gera aðgengi að upplýsingum fyrir ólíka hópa eins þægilegt og hægt er. Actica vinnur uppbyggingu á vefsíðum fyrir viðskiptavini eftir þessum þáttum:

HAFÐU SAMBAND

VEFSÍÐUGERÐ

Góð heimasíða á að styðja við stefnu fyrirtækisins og hafa skýr markmið. Við þurfum að spyrja hverjum á síðan að þjóna og hvernig?

Efni á heimasíðu þarf að höfða til markhópsins og hvetja til aðgerða notanda (engagement). Flestir viðskiptavinir Actica leita eftir að síðurnar séu gerðar sölulegri og það er einmitt það sem við gerum og meira til. Við sækjum umferð og breytum umferð í viðskiptatækifæri. Við tökum efni á heimasíðum í gegn, texta, myndir og uppbyggingu ef á þarf að halda, allt sem þarf að gera til að ná framúrskarandi árangri.