Hver stendur bak við Actica

Lárus Halldórsson er stofnandi og af ráðgjöfum Actica. Lárus hefur starfað í áratugi við sölu- og markaðsmál og þekkir þau mál frá öllum hliðum. Lárus hefur verið framkvæmdastjóri hjá ýmsum fyrirtækjum og verið í þeirri stöðu að semja við auglýsingastofur, birtingafyrirtæki og fjölmiðla. Lárus hefur einnig verið framkvæmdastjóri hjá fjölmiðlafyrirtækjum sem bjóða auglýsendum auglýsingaleiðir og Lárus hefur einnig stýrt öllum þáttum netmiðla, efnisgerð, markaðssetningu, og söluaðgerðum á fjölmörgum mörkuðum. Þú getur haft samband við Lárus í síma 898-8181 eða larus@actica.is en hér eru nánari upplýsingar um Lárus Halldórsson á Linkedin.

HAFÐU SAMBAND

AF HVERJU VAR ACTICA STOFNAÐ

Fyrirtæki voru að kalla eftir aðstoð frá aðila sem getur veitt alhliða þjónustu við uppbyggingu markaðsstarfs á internetinu og samfélagsmiðlum.

Eftir áratuga starf við sölu- og markaðsmál ákvað ég að stofna ráðgjafafyrirtækið Actica. Ráðgjafafyrirtæki sem ég hefði viljað hafa aðgang að sem framkvæmdastjóri í nokkrum fyrirtækjum. Það getur verið gríðarlega dýrmætt að fá öflugan liðstyrk í ákveðin verkefni. Það er ekki alltaf sem þekking er til staðar innan fyrirtækja eða vinna við önnur verkefni stendur í veginum. Hefðbundin ráðning er ekki endilega svarið heldur tímabundin aðkoma ráðgjafa mun hagkvæmari og árangursríkari leið.

Það sem ýtti svo endanlega við mér að stofna Actica eru þau gríðarlegu tækifæri sem ég verð reglulega var við að mörg fyrirtæki láta fram hjá sér fara. Nokkur af þeim eru að ná góðum árangri en gætu náð mun betri árangri með nýtingu tækifæra sem felast á internetinu.

Með aðkomu Actica fær þitt fyrirtæki aðgang að mikilli reynslu

Helstu einkenni og reynsla Lárusar Halldórssonar

  • Það sem einkennir Lárus er mikill drifkraftur, áræðni, góðir samskiptahæfileikar og hnitmiðuð vinnubrögð.
  • Hann þrífst vel í umhverfi þar sem þarf að sækja fram og vil vera sterkur aðili í öflugri liðsheild sem vinnur þétt saman.
  • Lárus hefur mikla reynslu af stjórnun, sem yfirmaður, verkefnastjóri og hópeflisleiðbeinandi.
  • Mjög öflug og víðtæk þekking á internetinu sem nær til val á internetlausnum, innleiðing og uppsetning á vefsíðum. Mjög mikil þekking á efnisgerð fyrir internetið og markaðssetningu.
  • Yfirgripsmikil reynsla af sjálfstæðum sölustörfum, sölustjórnun, markaðsmálum og verkefnastjórnun hjá fjölbreyttum fyrirtækjum í fjölmiðla-, framleiðslu-, upplýsingatækni-, og fjármálageiranum.
  • Lárus hefur brennandi áhuga á sölu- og markaðsstarfi. Eitt af því sem keyrir hann áfram er kickið af því að ná árangri og bæta árangur viðskiptavina í gegnum öflugt samstarf.
  • Hlutverk Lárusar hefur oftar en ekki verið að tengja saman viðskiptaheiminn og tækniheiminn þar sem hann hefur starfað og nú sem óháður ráðgjafi.

Hafðu samband við Lárus í síma 898-8181 eða með tölvupósti á larus@actica.is Ef þú vilt kynna þér reynslu Lárusar Halldórssonar frekar þá er hér hlekkur á Lárus á Linkedin.